Áhugafólk um esperantó hittist yfir kaffibolla klukkan 20:30, annan mánudag hvers mánaðar frá og með septembermánuði fram í maí. Allir velkomnir. Spjallið fer bæði fram á íslensku og esperantó.

 

ATH: Þar sem við erum ekki lengur með fastar aðsetur, þá fer þessi spjallfundur fram á mismunandi stöðum þar til við finnum okkur fastan stað. Hafið samband við okkur með netfanginu Tiu ĉi retpoŝtadreso estas protektata kontraŭ spamrobotoj. Vi devas ebligi Ĝavaskripton por vidi ĝin. til frekari upplýsinga.

 

Sambandið á veglegt bókasafn rita á esperantó. Verið er að flytja bókasafnið um þessar mundir, og því eru gripirnir ekki aðgengilegir eins og er. Nýrra fregna af flutningum er að vænta haust/vetur 2023.