• ...sem er mun auðveldara þau mál sem þú þekkir, en er þó engu síðra í notkun?
  • ...með málfræði sem koma má fyrir á póstkorti, og aðeins þarf að kunna um 1000 orðstofna til þess að geta lesið biblíuna?
  • ...sem sérhver jarðarbúi getur lært með tiltölulega lítilli fyrirhöfn?

Eða, með öðrum orðum, hvernig líst þér á esperantó?

Höfundur málsins Lúðvik Lazarus Zamenhof gaf út fyrstu kennslubókina í júlí 1887. Það var kennslubók handa Rússum og gefin út í Varsjá. Í framhaldi af því kom þessi sama bók út á nokkrum öðrum tungumálum og síðan framhald af henni og orðasöfn. Zamenhof hóf þegar að yrkja á málinu og þýða bókmenntaverk. Með tímanum fetuðu margir í fótspor hans og er nú fjölbreyttur bókakostur til á málinu auk fjölda tímarita.

Fyrsta alvarlega reynslan sem fékkst af esperanto sem talmáli var þegar alþjóðlegt þing esperantista var haldið í Boulogne sur Mer í Frakklandi árið 1905. Alþjóðleg Esperantomót á hverju ári eru eitthvað á þriðja hundrað.

Sjá nánar: " Alþjóðamðál og málleysur" eftir Þórberg Þórðarson og "Esperanto - mál - saga - bókmenntir" eftir Baldur Ragnarsson. Einnig blaðið Esperantotíðindi sem gefið var út á 100 ára afmæli alþjóðamálsins 1987 og fáanlegt er ókeypis á skrifstofu Esperantosambandsins. Af erlendum bókum má benda á L’ ESPÉRANTO eftir Pierre Janton prófessor í ensku og enskum bókmenntum við háskólann í Clermont-Ferrand. Ensk útgáfa heitir: ESPERANTO - Language, Literature, and Community. Þessi bók er einnig til í þýðingum á ítölsku, spænsku, hollensku og þýsku.

Stafróf

Esperanto er í raun hljóðritað, þ.e. til hvers bókstafs svarar eitt, og aðeins eitt hljóð. "Umhverfi" skiptir ekki máli.

Esperanto-stafrófið telur 5 sérhljóða og 23 samhljóða.

Sérhljóðar

Einhljóð

Sérhljóðarnir eru a, e, i, o og u.

Öll sérhljóð eru löng. a, e og o eru borin fram eins og í íslensku. i er hins vegar borið fram eins og íslenskt í og u eins og íslenskt ú.

Tvíhljóð

Tvíhljóð eru mynduð með því að bæta j aftan við sérhljóða. 
aj (svipað og íslenskt æ).
ej (svipað og íslenskt ei).
oj 
uj (eins og új)

Samhljóðar

Í esperanto eru 23 samhljóðar, þar af 6 sem táknaðir eru með bókstöfum sem aðeins koma fyrir í esperanto.

b, d, f, h, j, l, m, n, p, r, s, t og v eru bornir fram eins og í íslensku. 

og k eru alltaf bornir fram eins og í íslensku orðunum karl og garn (uppgómmælt), aldrei eins og í kerling, gisting (framgómmælt) eða þegar. 

c samsvarar nokkurn veginn ts í íslensku
^c samsvarar ch í enska nafninu Churchill eða tsj í rússneska nafninu Tsjúganov
^g samsvarar nokkurn veginn g eins og í enska nafnorðinu Germany
^h samsvarar nokkurn veginn ch í þýska nafninu Bach.
^j samsvarar nokkurn veginn j í franska nafninu Jacques.
^s samsvarar nokkurn veginn sch í þýska nafninu Schubert.
˜u kemur aðeins fyrir á eftir a, e og o:
a˜u sem íslenskt á
e˜u sem  (eitt atkvæði)
o˜u sem  (eitt atkvæði)
z er raddað s-hljóð

Endingar

Sagnir

-i: nafnháttur. veni að koma
-as: nútíð. mi venas ég kem
-is: þátíð. mi venis ég kom
-os: framtíð. mi venos ég kem (þ.e. ég mun koma)
-us: viðtengingarháttur. mi venus se vi irus ég kæmi ef þú færir
-ant: lýsingarháttur áhrifsmyndar í nútíð. mi estas kantanta ég er syngjandi
-int: lýsingarháttur áhrifsmyndar í þátíð. mi estas leginta ég er syngjandi
-ont: lýsingarháttur áhrifsmyndar í framtíð. En tempo estonta esperanto ludos gravan rolon Á komandi tímum mun esperanto hafa mikilvægu hlutverki að gegna 
-at: Þolmyndarending í nútíð. La domo estas konstruata verið er að byggja húsið (áframhaldandi verknaður).
-it: Þolmyndarending í nútíð. La Unua libro de Esperanto estis eldonita en Varsovio mil okcent okdek sep Fyrsta bók esperanto var gefin út í Varsjá átjánhundruð átta-tíu og sjö (verknaður sem var lokið).
-ot: Þolmyndarending í framtíð. Islanda antologio estas eldonota je la fino de la jarcentoSýnisbók íslenskra bókmennta verður gefin út (ákveðið er að gefa hana út) í aldarlok.

Atviksorð

-e: atviksorð. bone vel 

Nafnorð

-o: nafnorð. hundo hundur

Lýsingarorð

-a: lýsingarorð. bona góður, góð, gott

Fleirtala og þolfall

Hægt er að beygja nafnorð og lýsingarorð í tölu og falli:
-j táknar fleirtölu. granda kato stór köttur, grandaj katoj stórir kettir
-n táknar þolfall. bona tago góður dagur, bonan tagon góðan daginn

Samsvörunarorð

  -u -o -a -om -am -al -e -en -el -es
ki hver hvað hvers konar hversu mikið hvenær hvers vegna hvar hvert hvernig hvers (eign)
ti þessi þetta þess konar svona mikið þá þess vegna þar þangað þannig þess (eign)
^ci sérhver sérhvert alls konar allt (magn) alltaf allra hluta vegna alls staðar til allra staða alla vega allra (eign)
i einhver eitthvað einhvers konar eitthvað (magn) einhvern tíma einhverra hluta vegna einhvers staðar eitthvert einhvern veginn einhvers (eign)
neni enginn ekkert engan veginn ekkert (magn) aldrei af engum ástæðum hvergi til einskis staðar engan veginn einskis (eign)

Aðskeyti

Aðskeyti (forskeyti og viðskeyti) gegna mjög veiga-miklu hlutverki í esperanto því að regluleg notkun þeirra gerir miklu léttara fyrir að afla orðaforða en gengur og gerist í þjóðtungunum. Því er ráðlegt að læra þau og dæmi um notkun þeirra snemma á námstímanum.

Forskeyti

bo-

Táknar tengdir: frato bróðir, bofratomágur, filo sonur, bofilo tengdasonur.

dis-

Merkir sundrungu eða dreifingu: doni gefa, disdoni útbýta, peco hluti, partur; dispecigi skipta einhverju í hluta; li dispecigis la florvazon- hann mölvaði blómavasann.

ek-

merkir byrjun: iri ganga,fara; ekiri fara af stað, dormi sofa, ekdormi sofna.

eks-

þýðir fyrrverandi, uppgjafa-: ministro ráðherra, eksministro fyrrverandi ráðherra, moda í tísku, eksmoda úr tísku, gamaldags.

fi-

táknar eitthvað fyrirlitlegt eða glæpsamlegt: homo maður, fihomofama frægur, fifama þekktur að illu, þekktur að endemum.

glæpamaður,

ge-

notað þegar fjallað er um kvenkyn og karlkyn í sama orðinu: sinjoro herra, gesinjoroj herrar og frúr, frato bróðir, gefratojsystkini.

mal-

Sé mal- tengt framan við orðstofn fær orðið gagnstæða merkingu við það sem í orðstofninum segir: bona góður, malbona vondur, kvieta rólegur, malkvieta

órólegur.

mis-

merkir ranglega og hefur mjög líka merkingu og íslenska forskeytið mis-: kompreni skilja, miskompreni - misskilja, a˜udi heyra, misa˜udi misheyra.

pra-

merkir forn, frum- : patro faðir, prapatro forfaðir, tempo tími, pratempo

fornöld, frumtími.

re-

táknar aftur, að nýju: sendi senda, resendi senda til baka, endursenda, vidirevidi að sjá aftur.

Viðskeyti

-a^c

merkir eitthvað lítilmótlegt, ógeðslegt: libro bók, libra^co skrudda, domo hús, doma^co hreysi.

-ad táknar áframhald eða varanleik: parolo tal, parolado ræða, fumi - að reykja, fumadoreykingar.
-a^j merkir hlut eða eitthvað hlutkennt: pentri að mála, pentra^jo málverk, man^gi að borða, man^ga^jo matur, krei að skapa krea^jo vera, sköpunarverk.
-an merkir félagsmann, íbúa, áhanganda: klubo klúbbur, félag, klubano félagsmaður, Islando Ísland, islandano Íslendingur, Kristo Kristur, kristano kristinn maður.
-ar merkir samsafn eða heild: arbo tré, arbaro skógur, homo maður, homaro mannkyn.
-ebl táknar möguleika: kompreni að skilja, kompreneble skiljanlega, vidi að sjá, videblasjáanlegur.
-ec merkir eiginleika, ástand: ri^ca ríkur, ri^ceco ríkidæmi, juna ungur, juneco æska.
-eg táknar mikla stækkun, aukningu: domo hús, domego stórhýsi, ri^ca ríkur, ri^cegavellauðugur.
-ej

merkir stað: opero ópera, operejo óperuhús, lerni að læra, lernejo skóli, glacio ís, glaciejo jökull.

-em

táknar hneigð, hæfileika: timi hræðast, timema hræðslugjarn, helpi - hjálpa, helpema hjálpsamur.

-end merkir eitthvað sem verður að gera: lerni að læra, lernenda eitthvað sem verður að læra, pagi að greiða, borga, pagenda sumo upphæð sem verður að greiða.
-er

merkir einstakling, einingu úr heild: fajro eldur, fajrero neisti, mono peningar, monero einstök mynt.

-estr táknar foringja, "stjóra": ^sipo skip, ^sipestro skipstjóri, lernejo skóli, lernejestroskólastjóri.
-et

merkir mikla smækkun: pluvo rigning, pluveto smárigning, suddi, áleiðing, dormisofa, 

dormeti blunda.

-i er viðskeyti til að mynda landanöfn af þjóðarheiti: Ruso rússi, Rusio Rússland. (Viðskeytið i er ekki upprunalegt en mikið notað í seinni tíð,sjáuj).
-uj hefur fleiri en eina merkingu: a) ílát: mono peningar, monujo peningaveski, teo te, teujo tebaukur; b) nafn á tré sem kennt er við ávöxt: pomo epli, pomujo eplatré (notkun viðskeytisins uj í þessari merkingu hefur orðið sjaldgæfari með árunum, gjarnan sagt pomarboarbo merkir tré. c)uj er einnig notað til að mynda nafn lands af nafni þjóðarinnar sem byggir það: Dano dani, Danujo Danmörk, Hispano spánverji, Hispanujo Spánn. Í landaheitum má einnig nota -lando, t.d. Danlando (sjá einnig viðskeytið i).
-ul er notað um einstakling sem hefur það til að bera sem orðstofninn segir: almozoölmusa, almozulo beiningamaður, forta - sterkur, fortulo - kraftakarl.
-um hefur víðtæka merkingu eins og sjá má af dæmum hér á eftir: folio blað, foliumi fletta blöðum, akvo vatn, akvumi að vökva, gusto bragð, gustumi - að bragða, krucokross, krucumi að krossfesta.
-^cjog -nj

Þessi viðskeyti eru okkuð sér á báti. Þeim er yfirleitt ekki bætt við allan orðstofninn heldur nokkra fyrstu stafi í orðum eftir hentugleikum. Þau eru bæði notuð til að mynda gæluorð, -^cj í karlkyni og -nj í kvenkyni: patro faðir, pa^cjo pabbi, patrino móðir, panjo mamma, Vilhelmo Vilhjálmur, Vil^cjo Villi.

Auk viðskeyta sem þegar hafa verið talin skulu hér nefnd þrjú viðskeyti sem notuð eru með töluorðum:

-obl sem táknar sinnum: du tveir, duoble tvöfalt duoble du estas kvar tvisvar sinnum tveir eru fjórir.
-on sem notað er um brot: duono helmingur, kvarono einn fjórði, fjórðungur.
-op sem notað er um stærð hóps eða heildar: triope þrír saman. Ni kantis triope við sungum þrjú saman.

 

Hvað er esperanto?

Esperanto er tungumál sem búið var til af pólska augnlækninum L.L. Zamenhof (1859-1917) árið 1887, til þess að leysa tungumálavanda heimsbyggðarinnar. Málið er eitt margra sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, þ.e. mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. 

Er ekki nóg til af tungumálum? 

Esperantistar telja hvorki árennilegt né eftirsóknarvert að gera þjóðtungu að alheimssamskiptamáli. Þar kemur einkum tvennt til. 

  • Í fyrsta lagi er ekki fyrirsjáanleg samstaða um eitt tungumál fremur en annað, og í öðru lagi er seinlegt að læra mál framandi þjóða að gagni, sérstaklega ef tungumálið er mjög óskylt manns eigin móðurmáli.
  • Mikill og augljós aðstöðumunur er í samskiptum sem eiga sér stað á tungumáli sem er móðurmál annars aðilans en fyrir hinum tungumál sem hann hefur lagt mikla vinnu í en öðlast litla færni. Um þetta er fjallað nánar í Prag-ávarpi esperantohreyfingarinnar frá 1996.

Hvers vegna esperanto? 

Esperanto hefur sérlega margt umfram önnur mál af þessu tagi, og ber þar hæst hversu fljótlært það er, og þó "skilvirkt". Það er einkum tvennt sem gerir esperanto auðlært: 

  • málfræðin er einföld og algerlega án undantekninga.
  • orðstofnar eru afar fáir. Orð með tengda merkingu eru mynduð með forskeytum og viðskeytum; orðin eru smíðuð eins og í föndursetti. 

    Dæmi: af orðstofninum 'kudr-' sem táknar saumaskap (kudri þýðir "að sauma") má mynda orðið eks-kudr-ist-in-o, sem þýðir "fyrrverandi saumakona". Forskeytin og viðskeytin sem notuð eru: 

    eks- er forskeyti, sem merkir fyrrverandi (áður, en ekki lengur.) 
    -ist er viðskeyti sem gefur til kynna starfsgrein eða starf. 
    -in er viðskeyti sem gefur til kynna kvenhlutverk eða kvenleika. 
    -o er ending sem gefur til kynna að orðið sé nafnorð.

Hve margir kunna esperanto í heiminum “í dag"?

Í þessu sambandi hafa ótal tölur verið nefndar, flestar á bilinu 100 þúsund til 8 milljónir. Útilokað að gera manntal í því skyni að svara þessari spurningu, en sú rannsókn sem ábyggilegust er talin leiddi í ljós að 2 milljónir væri næst sanni. Þá eru þeir einir taldir sem búa yfir nægilegri færni í málinu til þess að geta haldið uppi einföldum samræðum. 

Hvaða málum líkist esperanto?

Að hljómfalli og grunnorðaforða líkist esperanto rómönskum málum, t.d. ítölsku. Því veldur annars vegar að áherslan er jafnan á næstsíðasta atkvæði eða samstöfu (esperanto, Islando, ekskudristino), og hins vegar að orðaforðinn er að miklu leyti kominn út latínu og rómönskum málum. Einnig er talsvert af germönskum orðum í esperanto, og sum orð eru íslendingum kunnuglegri en flestum öðrum, svosem hejme (heima, ao.), ofte (oft, ao.), muso (mús, no.) 

Nú? Er esperanto þá ekki bara enn eitt indóevrópskt mál? Væri það ekki ósanngjarnt gagnvart öðrum málsvæðum?

Eins og fram hefur komið, þá er orðaforðinn að langmestu leyti indóevrópskur. Það á hins vegar alls ekki við um málfræðina og bygginguna, sem mun fremur einkennir málið en orðstofnarnir. Myndun orða með "sambræðslu" orðhluta (agglutination), sem ræður miklu um eiginleika málsins, er mun fremur að finna t.d. í asískum tungumálum en indóevrópskum.

Esperanto hefur ekki síst átt fylgi að fagna meðal þjóða sem ekki tala indóevrópsk mál, s.s. í Kína, Víetnam og Ungverjalandi. Esperanto er sérlega sveigjanlegt mál, og á mjög auðvelt með að "herma eftir" ólíkum málum. Oft er erfitt að þýða setningar á milli mjög óskyldra mála, einfaldlega vegna þess hve ólík þau eru að byggingu. Það getur t.d. verið að í málinu sem verið er að þýða yfir á sé ekki til atviksorð sem samsvarar atviksorði í frumtextanum. Í esperanto getur hins vegar sérhver orðstofn brugðið sér í búning nánast hvaða orðflokks sem vera skal. 

Dæmi: Eftirfarandi setningar þýða allar ég fór með leigubíl á hótelið

Mi iris per taksio al la hotelo Ég fór með leigubíl á hótelið
Mi taksie irishotelen Ég "með leigubílshætti" (ao.) fór hótel ("hótel" er hér ekki nafnorð, heldur staðaratviksorð, eins og "upp" eða "inn")
Mi taksiis hotelen Ég leigubílaði (so.) hótel ("hótel" er hér ekki nafnorð, heldur staðaratviksorð, eins og "upp" eða "inn")
Mi alhotelis taksie Ég áhótelaði (so.) "með leigubílshætti" (ao.)


Getur tungumál sem ekki hefur neina þjóð á bakvið sig nokkurn tíma orðið lifandi mál?

Það er rétt að engin ein þjóð á esperanto að móðurmáli en að baki þess stendur alþjóðlegt menningarsamfélag, með útgáfu bóka og tímarita á sinni könnu. Auk þess er efnt til fjölþjóðlegra móta þar sem esperanto er samskiptamál. Þannig hefur málið þróast í ræðu og riti. Rétt er þó að taka fram að fagurbókmenntir á esperanto, einkum ljóð og smásögur, er stórum fyrirferðameira en vísindaleg rit. 

Er hægt að hafa eitthvert gagn að því að kunna esperanto? 

Þessari spurningu má hiklaust svara játandi. Það gagn er þó kannski að ýmsu leyti frábrugðið því sem gerist um önnur tungumál. Það fer líka mikið eftir áhugamálum hvers og eins. Sem dæmi má nefna

  • Esperanto er er sérlega hentugt "annað mál". Fjöldi fólks hefur áhuga á að bæta við sig tungumáli, en hafa ekki tíma til þess að læra þjóðtungu.
  • Margar athuganir hafa sýnt að nám í esperanto er mjög æskilegur grundvöllur að málanámi yfirleitt, því esperanto greiðir fyrir skilningi á uppbyggingu tungumála og málfræði.
  • Þú getur haft beint samband við fólk í mörgu löndum á mállegum jafnréttisgrundvelli.
  • Þú getur nýtt þér málið til þess að ferðast, t.d. með því að notfæra þér 
    gistiþjónustu esperantista.
  • Gegnum esperanto geturðu tekið þátt í alþjóðlegum mannamótum, s.s. alþjóðaþingum Heimssambands esperantista.
  • Gegnum esperanto geturðu kynnt þér þýddar bókmenntir af tungum ýmissa þjóða (t.d. úr kínversku og ungversku) og kynnst verkum sem ekki hafa verið þýdd á íslensku, t.d. eftir eftir Garcia Marquez, Saikaku, Gibran, Brecht, Tagore, Kawabata, Dante, and Mickiewicz. 

Væri ekki hætt við að þjóðtungurnar biðu hnekki ef esperanto væri almennt viðurkennt samskiptamál og t.d. kennt í öllum grunnskólum?

Þessari spurningu er hiklaust óhætt að svara neitandi. Esperanto er auðlærðara en önnur tungumál og nám í því tæki því tiltölulega lítinn tíma frá móðurmálskennslu. Þá hefur verið sýnt fram á að nám í esperanto hefur umtalsvert yfirfærslugildi, þ.e. að kunnátta í málinu auðveldar aðgang að öðrum tungumálum og eykur málfræðilegan skilning yfirleitt. Hins vegar má benda á að sterk staða enskrar tungu veldur mörgum áhyggjum enda virðist hún á góðri leið með að útrýma tungum ýmissa minnihlutahópa. Í þessu efni er enskan þó ekkert einsdæmi og mætti t.d. minna á að hin ýmsu tungumál íbúa Frakklands hafa átt í vök að verjast gagnvart frönsku, fjöldi tungumála í Sovétríkjunum máttu hafa sig öll við gagnvart rússnesku og svo mætti lengi telja. Viðgangur þjóðtungna hlýtur að fara mest eftir þeirri tungumálapólitík sem ástunduð er, svo sem hve iðnar þjóðirnar eru að semja og gefa út rit um hin fjölbreytilegustu efni á eigin tungu. 

Yrði framburður á esperanto ekki svo ólíkur í hinum ýmsu löndum að þjóðir sem það lærðu ættu í erfiðleikum með að skilja hver aðra?

Þessu hefur reynslan þegar svarað. Á sumum esperantomótum er saman komið fólk frá 60-70 þjóðlöndum og veitast málleg samskipti mjög auðveld. Að þessu stuðlar einnig ýmis nútíma tækni, útvarp, hljóðbönd, myndbönd og netið svo eitthvað sé nefnt. 

Vafalaust vakna margar fleiri spurningar þó að þessar, sem hér hefur verið leitast við að svara, séu trúlega algengastar. Þér er auðvitað frjálst að beina spurningum til Íslenska esperantosambandsins!