Stafróf
Esperanto er í raun hljóðritað, þ.e. til hvers bókstafs svarar eitt, og aðeins eitt hljóð. "Umhverfi" skiptir ekki máli.
Esperanto-stafrófið telur 5 sérhljóða og 23 samhljóða.
Sérhljóðar
Einhljóð
Sérhljóðarnir eru a, e, i, o og u.
Öll sérhljóð eru löng. a, e og o eru borin fram eins og í íslensku. i er hins vegar borið fram eins og íslenskt í og u eins og íslenskt ú.
Tvíhljóð
Tvíhljóð eru mynduð með því að bæta j aftan við sérhljóða.
aj (svipað og íslenskt æ).
ej (svipað og íslenskt ei).
oj
uj (eins og új)
Samhljóðar
Í esperanto eru 23 samhljóðar, þar af 6 sem táknaðir eru með bókstöfum sem aðeins koma fyrir í esperanto.
b, d, f, h, j, l, m, n, p, r, s, t og v eru bornir fram eins og í íslensku.
g og k eru alltaf bornir fram eins og í íslensku orðunum karl og garn (uppgómmælt), aldrei eins og í kerling, gisting (framgómmælt) eða þegar.
c samsvarar nokkurn veginn ts í íslensku
^c samsvarar ch í enska nafninu Churchill eða tsj í rússneska nafninu Tsjúganov
^g samsvarar nokkurn veginn g eins og í enska nafnorðinu Germany
^h samsvarar nokkurn veginn ch í þýska nafninu Bach.
^j samsvarar nokkurn veginn j í franska nafninu Jacques.
^s samsvarar nokkurn veginn sch í þýska nafninu Schubert.
˜u kemur aðeins fyrir á eftir a, e og o:
a˜u sem íslenskt á
e˜u sem eú (eitt atkvæði)
o˜u sem oú (eitt atkvæði)
z er raddað s-hljóð
Endingar
Sagnir
-i: nafnháttur. veni að koma
-as: nútíð. mi venas ég kem
-is: þátíð. mi venis ég kom
-os: framtíð. mi venos ég kem (þ.e. ég mun koma)
-us: viðtengingarháttur. mi venus se vi irus ég kæmi ef þú færir
-ant: lýsingarháttur áhrifsmyndar í nútíð. mi estas kantanta ég er syngjandi
-int: lýsingarháttur áhrifsmyndar í þátíð. mi estas leginta ég er syngjandi
-ont: lýsingarháttur áhrifsmyndar í framtíð. En tempo estonta esperanto ludos gravan rolon Á komandi tímum mun esperanto hafa mikilvægu hlutverki að gegna
-at: Þolmyndarending í nútíð. La domo estas konstruata verið er að byggja húsið (áframhaldandi verknaður).
-it: Þolmyndarending í nútíð. La Unua libro de Esperanto estis eldonita en Varsovio mil okcent okdek sep Fyrsta bók esperanto var gefin út í Varsjá átjánhundruð átta-tíu og sjö (verknaður sem var lokið).
-ot: Þolmyndarending í framtíð. Islanda antologio estas eldonota je la fino de la jarcentoSýnisbók íslenskra bókmennta verður gefin út (ákveðið er að gefa hana út) í aldarlok.
Atviksorð
-e: atviksorð. bone vel
Nafnorð
-o: nafnorð. hundo hundur
Lýsingarorð
-a: lýsingarorð. bona góður, góð, gott
Fleirtala og þolfall
Hægt er að beygja nafnorð og lýsingarorð í tölu og falli:
-j táknar fleirtölu. granda kato stór köttur, grandaj katoj stórir kettir
-n táknar þolfall. bona tago góður dagur, bonan tagon góðan daginn
Samsvörunarorð
-u | -o | -a | -om | -am | -al | -e | -en | -el | -es | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
ki | hver | hvað | hvers konar | hversu mikið | hvenær | hvers vegna | hvar | hvert | hvernig | hvers (eign) |
ti | þessi | þetta | þess konar | svona mikið | þá | þess vegna | þar | þangað | þannig | þess (eign) |
^ci | sérhver | sérhvert | alls konar | allt (magn) | alltaf | allra hluta vegna | alls staðar | til allra staða | alla vega | allra (eign) |
i | einhver | eitthvað | einhvers konar | eitthvað (magn) | einhvern tíma | einhverra hluta vegna | einhvers staðar | eitthvert | einhvern veginn | einhvers (eign) |
neni | enginn | ekkert | engan veginn | ekkert (magn) | aldrei | af engum ástæðum | hvergi | til einskis staðar | engan veginn | einskis (eign) |
Aðskeyti
Aðskeyti (forskeyti og viðskeyti) gegna mjög veiga-miklu hlutverki í esperanto því að regluleg notkun þeirra gerir miklu léttara fyrir að afla orðaforða en gengur og gerist í þjóðtungunum. Því er ráðlegt að læra þau og dæmi um notkun þeirra snemma á námstímanum.
Forskeyti
bo- |
Táknar tengdir: frato bróðir, bofratomágur, filo sonur, bofilo tengdasonur. |
dis- |
Merkir sundrungu eða dreifingu: doni gefa, disdoni útbýta, peco hluti, partur; dispecigi skipta einhverju í hluta; li dispecigis la florvazon- hann mölvaði blómavasann. |
ek- |
merkir byrjun: iri ganga,fara; ekiri fara af stað, dormi sofa, ekdormi sofna. |
eks- |
þýðir fyrrverandi, uppgjafa-: ministro ráðherra, eksministro fyrrverandi ráðherra, moda í tísku, eksmoda úr tísku, gamaldags. |
fi- |
táknar eitthvað fyrirlitlegt eða glæpsamlegt: homo maður, fihomofama frægur, fifama þekktur að illu, þekktur að endemum. glæpamaður, |
ge- |
notað þegar fjallað er um kvenkyn og karlkyn í sama orðinu: sinjoro herra, gesinjoroj herrar og frúr, frato bróðir, gefratojsystkini. |
mal- |
Sé mal- tengt framan við orðstofn fær orðið gagnstæða merkingu við það sem í orðstofninum segir: bona góður, malbona vondur, kvieta rólegur, malkvieta órólegur. |
mis- |
merkir ranglega og hefur mjög líka merkingu og íslenska forskeytið mis-: kompreni skilja, miskompreni - misskilja, a˜udi heyra, misa˜udi misheyra. |
pra- |
merkir forn, frum- : patro faðir, prapatro forfaðir, tempo tími, pratempo fornöld, frumtími. |
re- |
táknar aftur, að nýju: sendi senda, resendi senda til baka, endursenda, vidirevidi að sjá aftur. |
Viðskeyti
-a^c |
merkir eitthvað lítilmótlegt, ógeðslegt: libro bók, libra^co skrudda, domo hús, doma^co hreysi. |
-ad | táknar áframhald eða varanleik: parolo tal, parolado ræða, fumi - að reykja, fumadoreykingar. |
-a^j | merkir hlut eða eitthvað hlutkennt: pentri að mála, pentra^jo málverk, man^gi að borða, man^ga^jo matur, krei að skapa krea^jo vera, sköpunarverk. |
-an | merkir félagsmann, íbúa, áhanganda: klubo klúbbur, félag, klubano félagsmaður, Islando Ísland, islandano Íslendingur, Kristo Kristur, kristano kristinn maður. |
-ar | merkir samsafn eða heild: arbo tré, arbaro skógur, homo maður, homaro mannkyn. |
-ebl | táknar möguleika: kompreni að skilja, kompreneble skiljanlega, vidi að sjá, videblasjáanlegur. |
-ec | merkir eiginleika, ástand: ri^ca ríkur, ri^ceco ríkidæmi, juna ungur, juneco æska. |
-eg | táknar mikla stækkun, aukningu: domo hús, domego stórhýsi, ri^ca ríkur, ri^cegavellauðugur. |
-ej |
merkir stað: opero ópera, operejo óperuhús, lerni að læra, lernejo skóli, glacio ís, glaciejo jökull. |
-em |
táknar hneigð, hæfileika: timi hræðast, timema hræðslugjarn, helpi - hjálpa, helpema hjálpsamur. |
-end | merkir eitthvað sem verður að gera: lerni að læra, lernenda eitthvað sem verður að læra, pagi að greiða, borga, pagenda sumo upphæð sem verður að greiða. |
-er |
merkir einstakling, einingu úr heild: fajro eldur, fajrero neisti, mono peningar, monero einstök mynt. |
-estr | táknar foringja, "stjóra": ^sipo skip, ^sipestro skipstjóri, lernejo skóli, lernejestroskólastjóri. |
-et |
merkir mikla smækkun: pluvo rigning, pluveto smárigning, suddi, áleiðing, dormisofa, dormeti blunda. |
-i | er viðskeyti til að mynda landanöfn af þjóðarheiti: Ruso rússi, Rusio Rússland. (Viðskeytið i er ekki upprunalegt en mikið notað í seinni tíð,sjáuj). |
-uj | hefur fleiri en eina merkingu: a) ílát: mono peningar, monujo peningaveski, teo te, teujo tebaukur; b) nafn á tré sem kennt er við ávöxt: pomo epli, pomujo eplatré (notkun viðskeytisins uj í þessari merkingu hefur orðið sjaldgæfari með árunum, gjarnan sagt pomarbo, arbo merkir tré. c)uj er einnig notað til að mynda nafn lands af nafni þjóðarinnar sem byggir það: Dano dani, Danujo Danmörk, Hispano spánverji, Hispanujo Spánn. Í landaheitum má einnig nota -lando, t.d. Danlando (sjá einnig viðskeytið i). |
-ul | er notað um einstakling sem hefur það til að bera sem orðstofninn segir: almozoölmusa, almozulo beiningamaður, forta - sterkur, fortulo - kraftakarl. |
-um | hefur víðtæka merkingu eins og sjá má af dæmum hér á eftir: folio blað, foliumi fletta blöðum, akvo vatn, akvumi að vökva, gusto bragð, gustumi - að bragða, krucokross, krucumi að krossfesta. |
-^cjog -nj |
Þessi viðskeyti eru okkuð sér á báti. Þeim er yfirleitt ekki bætt við allan orðstofninn heldur nokkra fyrstu stafi í orðum eftir hentugleikum. Þau eru bæði notuð til að mynda gæluorð, -^cj í karlkyni og -nj í kvenkyni: patro faðir, pa^cjo pabbi, patrino móðir, panjo mamma, Vilhelmo Vilhjálmur, Vil^cjo Villi. |
Auk viðskeyta sem þegar hafa verið talin skulu hér nefnd þrjú viðskeyti sem notuð eru með töluorðum:
-obl | sem táknar sinnum: du tveir, duoble tvöfalt duoble du estas kvar tvisvar sinnum tveir eru fjórir. |
-on | sem notað er um brot: duono helmingur, kvarono einn fjórði, fjórðungur. |
-op | sem notað er um stærð hóps eða heildar: triope þrír saman. Ni kantis triope við sungum þrjú saman. |